Furðar sig á 50% afslætti keppinautar

Þórarinn Ævarsson.
Þórarinn Ævarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að það sé óhætt að segja að neytendur horfi nú upp á meiri verðlækkanir á pítsum en nokkru sinni fyrr. Það sést til að mynda á því að stærsti aðilinn á markaðinum selur pítsur sem kosta alla jafna um 3.700 krónur á tilboði á 1.790 krónur. Hvernig geta þeir verið að bjóða 50% afslátt? Það segir manni að álagningin hafi nú verið einhver.“

Svona spyr Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans, í Morgunblaðinu í dag. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa viðtökur við nýjum pítsustað Þórarins í Kópavogi verið afar góðar, en hann gefur sig út fyrir hóflega verðlagningu. Hann segir að samkeppnisaðilinn Domino‘s hafi brugðist við með verðlækkunum.

„Ég átti nú von á því að þeir myndu bregðast hressilega við enda vissu þeir að ég kæmi inn með látum. Því sankaði ég að mér matseðlum þegar þessi hugmynd fór af stað. Það er augljóst að þeir hafa byrjað snemma að bregðast við, til að milda höggið,“ segir Þórarinn. Hann segir að þessa sjái stað í því að brauðstangir hafi kostað 1.030 krónur á síðasta ári en hafi svo verið lækkaðar niður í 790 krónur þegar opnun Spaðans spurðist út. Hann kveðst telja að Domino's selji um milljón skammta af brauðstöngum ár hvert, svo þarna sé fyrirtækið að verða af 240 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »