Karlmaður fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Maðurinn fannst látinn klukkan þrjú í nótt og ekki er …
Maðurinn fannst látinn klukkan þrjú í nótt og ekki er vitað um dánarorsök. Mynd/mbl.is

Laust eftir klukkan þrjú í nótt fannst maður, sem leitað hafði verið að eftir að hann skilaði sér ekki til baka úr veiði, látinn í Laxá í Aðaldal. Dánarorsök er ókunn á þessari stundu.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Lögreglunni barst tilkynning laust fyrir miðnætti um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal þar sem maðurinn hafði verið að veiða en hann skilaði sér ekki til baka að veiðitíma loknum klukkan tíu.

Óskað var eftir aðstoð frá nálægum björgunarveitum og síðar voru björgunarsveitir úr Eyjafirði og austan af landi fengnar til að aðstoða með sérstökum búnaði. Þá var óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni.mbl.is