Fjögur tóku skóflustungurnar

Stunga. Frá frá vinstri Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis …
Stunga. Frá frá vinstri Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Magnús Þorfinnsson á Hæðargarði sem gaf landið þar sem gestastofan verður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Mogunblaðið/Sigurður Bogi

Fjölmenni var viðstatt í gær þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar að nýrri gestastofu á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

Byggingin verður spölkorn frá þéttbýlinu á Klaustri, það er sunnan Skaftár, en áformað er í framtíðinni að tengja byggð og gestastofu með göngubrú yfir ána.

Fallegt útsýni, meðal annars til Öræfajökuls, er frá Sönghóli, en svo heitir staðurinn þar sem gestastofan verður reist. Jarðvegs- og vegaframkvæmdir á svæðinu þar sem gestastofan verður hefjast innan tíðar og byrjað verður að reisa húsið að ári.

Fjögur þurfti til að taka skóflustungurnar og hafði þar hver sitt hlutverk og titil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert