Jörmundur í Kringluna

Fluttur í Kringluna Jón G. Sandholt og Jörmundur í Kringlubazaar, …
Fluttur í Kringluna Jón G. Sandholt og Jörmundur í Kringlubazaar, þar sem markaður Jörmundar er nú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gengur alveg glimrandi,“ segir Jörmundur Ingi Hansen, fyrrverandi allsherjargoði og eigandi Fatamarkaðar Jörmundar, en markaðurinn, sem áður var til húsa á Laugavegi 25, hefur fært sig um set og er nú í Kringlubazaar í Kringlunni.

Jörmundur heldur þar úti fimm básum, þar sem hann selur herraföt úr sínu gríðarstóra fatasafni. „Þetta voru allt föt sem ég keypti handa sjálfum mér. Ég hef aldrei keypt neitt sem ég hef ekki viljað sjálfur. Þannig að þetta er allt saman fyrsta klassa vara,“ segir Jörmundur í samtali við Morgunblaðið.

Hann kveður viðskiptin ganga vel í Kringlunni og að ekki seljist minna þar heldur en á Laugaveginum. „Það er þó allavega fólk í Kringlunni. Það er ekkert fólk niðri á Laugavegi,“ bætir hann við í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert