Hálfgrátlegur endir 30 ára sögu

Feðgarnir Steingrímur, Árni og Nikulás hafa rekið Kauptún saman.
Feðgarnir Steingrímur, Árni og Nikulás hafa rekið Kauptún saman.

„Hér verður skellt í lás um mánaðamótin. Það er ekkert sem tekur við,“ segir Nikulás Árnason, einn aðstandenda verslunarinnar Kauptúns á Vopnafirði.

Eins og Morgunblaðið greindi frá um miðjan maí hefur Árni Róbertsson, faðir Nikulásar, ákveðið að hætta verslunarrekstri á Vopnafirði eftir 32 ára starf. Nýr aðili hefur tekið við rekstri sjoppunnar á staðnum en enginn hefur viljað kaupa rekstur Kauptúns, sem hefur verið eina verslunin á staðnum síðan kaupfélagið lagði upp laupana.

„Það var einn aðili sem sýndi þessu einhvern áhuga, Samkaup. Þegar á reyndi var sá áhugi bara ekki mikill, eða í raun lítill sem enginn. Sveitarfélagið vildi ekki koma neitt að þessu þrátt fyrir að hafa lýst öðru yfir. Því fór þetta bara eins og það fór. Það er í raun hálfgrátlegt. Gremjulegast í þessu fannst mér að sveitarstjórnin var búin að segja að hún ætlaði að grípa inn í en þegar á reyndi var gengið á bak þeirra orða,“ segir Nikulás í Morgunblaðinu í dag.

Ljóst er að þessi niðurstaða hugnast íbúum Vopnafjarðar ekki vel. Frá og með næstu mánaðamótum munu þeir þurfa að keyra annaðhvort 70 kílómetra leið á Þórshöfn eða 115 kílómetra á Egilsstaði til að ná sér í mjólkurpott eða brauð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert