„Átti víst að fara á B5“

„Þoli það ekki þegar ég rugla skiltum. Sorry þetta í …
„Þoli það ekki þegar ég rugla skiltum. Sorry þetta í Leifsstöð átti víst að fara á B5,“ skrifar Víðir á Twitter. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn slær á létta strengi á Twitter í tengslum við hneykslan sem málfar á skilti á Keflavíkurflugvelli hefur vakið.

Á skiltinu, sem blasir við farþegum áður en þeir koma að skimunarstöð vegna kórónuveirufaraldursins, stendur „Gerðu bar kóðann tilbúinn“, og hafa almannavarnir og Embætti landlæknis verið gagnrýnd fyrir slæma snörun yfir á íslensku.

„Þoli það ekki þegar ég rugla skiltum. Sorry þetta í Leifsstöð átti víst að fara á B5,“ skrifar Víðir á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert