Fannst látinn í Haffjarðardal

mbl.is

Andris Kalvans sem leitað hefur verið að síðan í lok desember 2019 er fundinn látinn. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í tilkynningu.

Við leit í dag naut lögreglan á Vesturlandi aðstoðar björgunarsveita og þyrlu landhelgisgæslunnar og fannst Andris í Haffjarðardal á því svæði þar sem hann hafði verið á göngu sinni.

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi stendur yfir en ekkert bendir til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað að sögn lögreglu.

map.is
map.is map.is

 

mbl.is