Aukin aðsókn í geðheilbrigðisþjónustu í haust

Vanlíðan getur komið fram nokkrum mánuðum eftir áföll.
Vanlíðan getur komið fram nokkrum mánuðum eftir áföll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andleg vanlíðan birtist oft nokkrum mánuðum eftir áföll, að sögn framkvæmdastjóra fjargeðheilbrigðisþjónustunnar Minnar líðanar, sem hefur fundið fyrir verulegri aukinni eftirspurn eftir að kórónuveirufaraldurinn fór að gera vart við sig hérlendis í marsmánuði.

Framkvæmdastjórinn, Tanja Dögg Björnsdóttir, býst því við auknu álagi þegar líða tekur á haustið.

Tanja nefnir fjármálahrunið 2008 sem dæmi um að vanlíðan birtist gjarnan nokkrum mánuðum eftir áföll. Þá fundu fleiri fyrir vanlíðan eftir hrunið en meðan á því stóð.

Mín líðan er fyrsta fjargeðheilbrigðisþjónustan sem hefur fengið starfsleyfi frá embætti landlæknis. Fjargeðheilbrigðisþjónustan hefur verið starfandi í nokkur ár. Eftir að kórónuveiran fór að breiðast út fóru fleiri að nýta sér þjónustuna sem felst meðal annars í fjarviðtölum.

Fólk var feimið við að nýta slíka þjónustu til að byrja með, að sögn Tönju, en nú eru fleiri orðnir vanir því og sjá kostina sem fjargeðheilbrigðisþjónustu fylgja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert