Smit hjá Samgöngustofu hefur áhrif á flugpróf

Smit greindist hjá starfsmanni Samgöngustofu á föstudaginn.
Smit greindist hjá starfsmanni Samgöngustofu á föstudaginn. mbl.is/​Hari

Á föstudaginn var staðfest Covid-19-smit hjá starfsmanni Samgöngustofu og í kjölfarið voru 46 starfsmenn stofnunarinnar sendir í sóttkví. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að miðað sé við tvo mismunandi snertifleti í tíma sem starfsmaðurinn átti við tvo hópa.

Þórhildur segir að öll plön miðist við að starfsemi stofnunarinnar raskist sem minnst, en þó hefur þurft að fresta um ótilgreindan tíma öllum bóklegum ATPL- og PPL-prófum sem áttu að fara fram 10.-14. ágúst.

Flestir starfsmenn munu geta sinnt starfi sínu að heiman að sögn Þórhildar og bætir hún við að starfsfólkið sé í nokkuð góðri æfingu frá í vor. „Þetta hefur óveruleg áhrif á starfsemina,“ segir Þórhildur, en í heildina starfa 140 starfsmenn hjá Samgöngustofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert