Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex

Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex á Egilsstöðum fyrsta …
Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex á Egilsstöðum fyrsta daginn. Ljósmynd/Aðsend

Lindex á Íslandi opnaði á laugardag nýja verslun í miðbæ Egilsstaða, en um helmingur bæjarbúa á Egilstöðum og Fellabæ lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn. 

„Við erum himinlifandi yfir þessum móttökum sem fara langt fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi, í tilkynningu. „Okkur óraði ekki fyrir að um helmingur bæjarbúa myndi koma til okkar fyrsta daginn. Upphafið veit á gott framhald en við erum íbúum Fljótdalshéraðs og Austfirðingum öllum gríðarlega þakklát fyrir að taka svona hlýlega á móti okkur,“ segir Lóa. 

Verslun Lindex á Egilsstöðum er til húsa í Miðvangi, aðalverslunarkjarna bæjarins, og býður upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. 

Verslunin er byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit fyrst dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London á Englandi. Hönnunin byggist á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvíts litar í bland við svart og við sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina