Komast hingað skilríkjalaus

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ástæður þess að fólk sem sækir um alþjóðlega vernd kemst til Íslands án ferðaskilríkja eru að flugfélögum á Schengen-svæðinu er í sjálfsvald sett hvort óskað sé eftir skilríkjum áður en gengið er um borð í flugvélar, skilríkin týnast eða er fargað áður en gengið er á land eða að ferðast sé á fölskum skilríkjum.

Þetta kemur fram í svörum frá landamæraeftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum og frá Rauða krossinum. Sé hælisleitandi skilríkjalaus hér á landi geta í sumum tilvikum liðið mánuðir eða ár áður en upprunaríki samþykkir tilvist viðkomandi eða gefur út ferðaskilríki hafi hérlend stjórnvöld synjað um alþjóðlega vernd. Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem sér um framkvæmd brottvikninga frá Íslandi, getur ekki flutt fólk úr landi fyrr en skilríki frá upprunalandi eru tryggð.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ástæður þess að fólk sé vegabréfslaust ýmsar. „Fólk á kannski vegabréf en í mörgum löndum er það þannig að fólk þarf á vegabréfsáritun að halda vilji það ferðast. Þetta er t.a.m. tilfellið í Sýrlandi. Þar af leiðandi freistast fólk til þess að kaupa vegabréf af smyglurum. Eins eru dæmi þess að stjórnvöld gefi ekki út skilríki. Ef þú ert að flýja land vegna pólitískra ofsókna leitar viðkomandi eðlilega ekki á náðir stjórnvalda,“ segir Brynhildur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »