Tilkynnt um reyk á Suðurlandsbraut

Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um reyk í húsnæði við Suðurlandsbraut 14 fyrir skömmu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er komið á vettvang og samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er líklegt að um sé að ræða reyk úr strompi. 

Uppfært kl. 11:37

Að sögn varðstjóra var Eldsmiðjan að hreinsa út strompinn sinn, sem veitingastaðurinn gerir víst af og til. Ekki reyndist því þörf á að reykræsta staðinn, sem stendur við Suðurlandsbraut 12.

mbl.is