Helgi Hrafn og Smári gefa ekki kost á sér

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Hari

Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, þingmenn Pírata, hyggjast ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum.

Þrátt fyrir að komandi vetur verði þeirra síðasti á þingi munu þeir áfram starfa innan Pírata.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Báðir vilja þeir ekki ílengjast um of á þingi og segjast þeir ekki hafa ákveðið hvað taki við að þingmennsku lokinni en ótalmargt komi til greina.

Þeir ákváðu að greina frá ákvörðuninni í dag, ári fyrir fyrirhugaðar þingkosningar, í aðdraganda aðalfundar Pírata sem fer fram um helgina.

Smári McCarthy.
Smári McCarthy. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is