Hvítir eru Vestfirðir

Hvítt teppi snævar liggur yfir fjöllum á Vestfjarðakjálkanum.
Hvítt teppi snævar liggur yfir fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Ljósmynd/Þráinn Hafsteinsson

Hvítt teppi fyrsta snævar vetrarins liggur nú yfir fjöllum á Vestfjarðakjálkanum, svo andstæður í litbrigðum jarðar verða einkar sterkar.

„Við fengum einstakt útsýni,“ sagði Þráinn Hafsteinsson flugstjóri hjá Erni sem tók þessa mynd yfir Breiðafirði. Á henni eru stærstir Kollafjörður lengt til vinstri, þá Kvígindisfjörður og svo Skálmarfjörður og upp af þeim háslétta Vestfjarða.

Í dag má búast við rigningu á Vesturlandi og sunnanlands, mest undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Norðan- og austanlands verður hlý sunnanátt og yfirleitt þurrt.

Á morgun, sunnudag, styttir upp á landinu vestanverðu, áfram rignir sunnanlands og austur með ströndinni og vætt gæti á Norðurlandi. Á sunnudagskvöld kólnar í veðri, en tölur fara tæplega í mínus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert