Lögreglan lýsir eftir Kristjáni Valentin

Kristján Valentin Ólafsson.
Kristján Valentin Ólafsson. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristjáni Valentin Ólafssyni 22 ára.  

Kristján er 178 cm á hæð, frekar þéttvaxinn með dökkt stutt hár. Hann var klæddur í rauðar Adidas-íþróttabuxur og appelsínugula hettupeysu þegar síðast sást til hans fyrir tveimur dögum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um verustað Kristjáns eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000. Leitin er á forræði stöðvar 3, Dalvegi.

Uppfært 1. október klukkan 4:45 

Kristján er fundinn heill á húfi.

mbl.is