Ók á ungling og stakk af

mbl.is/Jón Pétur

Ekið var á sextán ára gangandi pilt á mótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar síðdegis í gær. Sá sem ók bifreiðinni fór af vettvangi. Faðir piltsins fór með hann á bráðamóttökuna til skoðunar en lögreglan veit ekki hversu alvarleg meiðsl hans eru. Bifreiðin fannst um miðnættið og er málið í rannsókn lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fjögurra ökumanna í gærkvöldi sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Einn þeirra var einnig með fíkniefni í fórum sínum og tveir voru próflausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert