Búið að slökkva eldinn á Skemmuvegi

Það tók slökkvilið höfurðborgarsvæðisins ekki nema um 15 til 20 mínútur að ráða niðurlögum eldsvoðans sem tilkynnt var um á Skemmuvegi í Kópavogi nú á þriðja tímanum. Talsverður eldur braust út í verkstæði og lagði svartan reyk upp úr húsinu.

Bruni á verkstæði á Skemmuvegi.
Bruni á verkstæði á Skemmuvegi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Varðstjóri slökkviliðs segir að nú muni húsið reykræst, slökkt verði í glæðum og svo verði vettvangur afhentur lögreglu sem mun rannsaka eldsupptök. Aðspurður segist hann ekki vita hvort neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Bruni á verkstæði á Skemmuvegi.
Bruni á verkstæði á Skemmuvegi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Slökkviliðsmenn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn á vettvangi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Miklar skemmdir eru eftir brunann.
Miklar skemmdir eru eftir brunann. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert