Rita um Tyrklandsför

Fundað í Istanbúl. Robert Spano til vinstri og Recep Tayyip …
Fundað í Istanbúl. Robert Spano til vinstri og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti til hægri. -

Greinahöfundum í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins, tímarits lögmanna, verður tíðrætt um ferð Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, á fund Erdogans Tyrklandsforseta í september.

Ferð Róberts er mjög umtöluð og hafa margir gagnrýnt hana. Nú um mánuði eftir Tyrklandsför Róberts, skrifa þau Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, Ragnar Aðalsteinsson lögmaður og Sveinn Andri Sveinsson, einnig lögmaður, öll greinar um málið.

Berglind segir það góðar og gildar vangaveltur að telja að til harkalegra viðbragða hefði komið ef Róbert hefði ekki þegið boð Erdogans. Hún segir það þó skýrt, með vísan í 21. grein MSE, að sjálfstæði og hlutleysi dómstólsins sé fólgið í því að dómarar MDE geri það sem þeir voru skipaðir til að gera – að leysa úr dómsmálum. Sveinn segir í grein sinni að hann telji að hlutleysi dómstólsins hefði verið ógnað ef Róbert hefði ekki þegið boð Tyrklandsforseta. Hefð sé fyrir því að dómarar MDE fari í slíkar opinberar heimsóknir og því hefði verið varasamt að rjúfa þá hefð. Ragnar er harðorðari og segir að Róbert hefði átt bera sig eftir því að fá að heimsækja þá Tyrki sem vísað hafa mannréttindabrotum Tyrklandsstjórnar gegn sér til MDE. Það hefði vegið þyngra en „falleg orð í hátíðarræðu“ og vísar Ragnar þar til þakkarræðu Róberts við útnefningu heiðursnafnbótar við háskóla í Tyrklandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert