Ísland fær lokaviðvörun

Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra. Kristinn Magnússon

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent Íslandi lokaviðvörun í samningsbrotamáli, sem stofnunin hefur haft til meðferðar undanfarin átta ár.

ESA telur að Ísland hafi ekki uppfyllt skuldbindingar um framkvæmd samningsins og vill að Evrópulöggjöf, sem hér hefur verið innleidd, gangi framar landslögum í íslensku réttarfari. Stjórn ESA mun ákveða síðar hvort málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að enn sé nokkur tími til stefnu, til þess að kynna sjónarmið Íslands fyrir ESA. „Ég legg hins vegar áherslu á það, eins og við höfum gert í samskiptum við ESA, að framkvæmd EES-samningsins er síst lakari hér en í hinum aðildarríkjunum.“ Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, telur skýrt að íslensk lög gangi framar erlendum lögum í íslenskum rétti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert