Gríðarmikill munur á læsi eftir skólum

Þessi á ekki í vandræðum með lesturinn líkt og fjöldi …
Þessi á ekki í vandræðum með lesturinn líkt og fjöldi barna í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ákaflega mikill munur er milli einstakra grunnskóla Reykjavíkur þegar litið er til lesskilnings barna við lok 2. bekkjar. Í Hamraskóla í Grafarvogi voru 85% nemenda í lesskimun með viðunandi lesskilning, en í Selásskóla í Árbæ reyndust einungis 30% með nægan lesskilning.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, en þar eru birtar, eftir skólum, niðurstöður lesskimunar í 34 grunnskólum borgarinnar, sem gerð var vorið 2019 fyrir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þær niðurstöður voru aldrei birtar opinberlega og síðan ákveðið að hætta þessari samræmdu lesskimun.

Niðurstöður lesskimunarinnar voru í heildina þær, að aðeins rúm 60% nemenda í 2. bekk bjuggu yfir nægilegum lesskilningi. Það er næstlélegasti árangur frá því lesskimun hófst í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Reykjavíkurborg var meðal aðila að þjóðarsáttmála um læsi, sem undirritaður var 2015, en lestrarkunnáttu í 2. bekk hefur hrakað síðan, að því er framkemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert