160 sjúkraflutningar: Mögulegt met

Covid-19 teymi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Covid-19 teymi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraflutningamenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í 160 sjúkraflutninga í gær, 113 á dagvaktinni og 47 á næturvaktinni. Mögulega er um enn eitt metið í fjölda sjúkraflutninga að ræða.

34 af þessum flutningum voru forgangsverkefni og 34 Covid-19-flurningar. Slökkviliðið fékk þrjár boðanir í nótt. Þetta kemur fram í facebookfærslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 

„Búmm 160. Spurning hvort við höfum sett enn eitt metið, 113 sjúkraflutningar voru á dagvaktinni og 47 á næturvaktinni sem gerir að síðasta sólarhringinn voru 160 boðanir í sjúkraflutning,“ segir í færslunni. „Við erum hér fyrir ykkur – farið varlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka