Andrés ekki lengur utan gátta

Lára Magnúsardóttir
Lára Magnúsardóttir mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vísan um jólasveinana einn og átta hefur lengi verið ráðgáta. Af hverju eru þeir níu en ekki þrettán? Hver er þessi Andrés sem er svo utan gátta? Hver er Jón á völlunum?

Lára Magnúsardóttir, doktor í sagnfræði, hefur nú svarað þessum spurningum, en svörin var að finna í Árna sögu biskups, sem skrifuð er snemma á 14. öld.

Fyrir tilviljun uppgötvaði hún samsvörun í sögunni við hið fræga jólalag.

„Ég er að lesa um jarðarförina hans þegar ég skil allt í einu að þarna stendur Andrés, sem þýðir að líkið stendur, og hann er utan gátta af því að hann dó bannfærður,“ segir Lára en viðtal við hana má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kom í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert