Vilja fá Ægi fyrir snjóflóðasafn

Varðskipið Ægir á siglingu.
Varðskipið Ægir á siglingu. mbl.is/Árni Sæberg

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri hefur óskað eftir samtali við Ísafjarðarbæ um að finna varðskipinu Ægi stað á Flateyri.

Ætlunin er að koma upp snjóflóðasafni í skipinu en einnig nýta það fyrir gisti- og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins, Eyþór Jóvinsson, telur að skipið sjálft myndi hafa mikið aðdráttarafl.

Starfshópurinn hefur leitað að húsnæði fyrir snjóflóðasafn á Flateyri. „Við höfum ekki náð að festa neitt. Við höfum verið að horfa til þess að setja safnið í húsnæði sem tengist snjóflóðasögunni. Þar sem lítið framboð er á slíku húsnæði fórum við að hugsa um aðrar lausnir og datt í hug að fá varðskipið Ægi. Við vitum að það er búið að þjóna sínu hlutverki hjá Landhelgisgæslunni. Ægir kom mikið við sögu eftir snjóflóðin á Flateyri 1995, hann ferjaði björgunarmenn vestur og Flateyringa suður. Þetta smellpassaði inn í hugmyndina,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert