Eliza skrifar bók

Eliza Reid greinir frá bókinni á Facebook. Áætlað er að …
Eliza Reid greinir frá bókinni á Facebook. Áætlað er að hún komi út vorið 2022. mbl.is/Stella Andrea

Eliza Reid, rithöfundur og forsetafrú, vinnur nú að bók um jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Áætlað er að bókin verði gefin út á vordögum 2022. Útgefandi er kanadíska forlagið Simon & Schuster, sem er stærsta bókaforlag Norður-Ameríku í eigu kvenna.

Bókin ber nafnið Sprakkar: How the Extraordinary Women of Iceland are bringing Gender Equality Within Reach (Sprakkar: Hvernig hinar ótrúlegu íslensku konur færa okkur nær jafnrétti kynjanna). Í færslu á Facebook segir Eliza að sprakki sé fínt og fornt orð, sem merki kvenskörungur og henni finnist gaman að vekja það orð aftur til lífs.

Eliza segir að markmið bókarinnar sé að veita áhugaverða, skemmtilega og jákvæða mynd af íslensku samfélagi, en jafnframt raunhæfa. „Ég vildi ekki skapa sjálfhverfa „Ísland best í heimi“ ímynd af jafnréttisparadísinni Íslandi,“ segir Eliza á Facebook. 

„Ég hef tekið viðtöl við fjölda kvenna og held því áfram á næstunni og mun jafnframt deila eigin reynslu af því að vera íslensk kona með erlendar rætur. Ég hlakka mikið til að deila þessu verkefni með ykkur öllum þegar að kemur.“

Nánar má lesa um bókina hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert