Misnærgöngular lægðir á sveimi

mbl.is/Styrmir Kári

Skúrir verða í dag en bjartviðri norðanlands, hæg breytileg átt og styttir upp í kvöld, en norðlæg átt og fer að rigna austast á landinu. Hiti verður 2 til 7 stig, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur mælir með því að ferðamenn búi sig undir vetrarakstur.

„Næstu tvo dagana verða allnokkrar lægðir á sveimi kringum landið, en misnærgöngular þó. Einna helst er að sjá að austanvert landið fái mesta úrkomuna framan af sem færist síðan yfir á norðurlandið á morgun og kólnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

„Eins og svo oft á þessum árstíma fellur úrkoma til fjalla gjarnan sem snjór og þurfa þeir sem huga á ferðalög að vera búnir til vetraraksturs. Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á láglendi um kvöldið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert