Rausnarlegar gjafir

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar mat til þurfandi íbúa í Reykjanesbæ.
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar mat til þurfandi íbúa í Reykjanesbæ.

Jón Gunnarsson hjá Ice-Group í Reykjanesbæ hefur styrkt starf Fjölskylduhjálpar Íslands (FÍ) í bænum með rausnarlegum hætti undanfarin fjögur ár. Hann hefur fært hjálparstarfinu 100 matargjafir fyrir einstaklinga.

Ice-Group hefur nú ákveðið að gefa matvörur að upphæð 500.000 kr. á mánuði í október, nóvember og desember, samtals 1.500.000 kr. Þetta er gert í samvinnu við Krónuna sem gefur sérstakan afslátt.

Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður FÍ, sagði að Sigurður Magnússon, fisksali í Reykjanesbæ, færði Fjölskylduhjálpinni í Reykjanesbæ fiskmeti í hverri viku til úthlutunar. Auk þess gaf hann 40 gjafabréf til kaupa á fiskmeti sem skjólstæðingar nýttu sér. Fjölskylduhjálpin á Suðurnesjum höfðar nú til annarra fyrirtækja á svæðinu að láta einnig gott af sér leiða. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert