Lögregla vill fá leyfi til fjarskiptatruflana

Í frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti er lagt til að fjarskiptafyrirtækjum verði gert að varðveita svokallaða „lágmarksskráningu gagna“ um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði.

Gegn dómsúrskurði geti lögregla svo fengið aðgang að þessum gögnum sem meðal annars „geta upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda“, eins og segir í frumvarpinu.

Ríkislögreglustjóri vill ganga lengra og segir í umsögn sinni um frumvarpið að „þar sem segir m.a. að fjarskiptafyrirtæki eigi að geta upplýst lögreglu um „hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns“ er mikilvægt að lögregla hafi einnig heimild til þess að fá veittar upplýsingar um „hvaða símanúmer tiltekinn viðskiptavinur var með á ákveðnu tímabili““.

Brýnir hagsmunir geti staðið til þess að vita hvaða númer eru í notkun tiltekins viðskiptavinar – hvern hann hringir í og hver hringir í hann. 

Í umsögn ríkislögreglustjóra er einnig lagt til, með vísan til fyrri umsagnar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla fái heimild til þess að valda truflunum á fjarskiptum á ákveðnum svæðum. Þá er tekið fram að heimild þyrfti til þess að kaupa, eiga og nota búnað sem þarf til slíkra lögregluaðgerða. Að óbreyttu fengi Fangelsismálastofnun ein þessa heimild að veittu leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert