Tryggir blóðgjafar mæta áfram

Ólöf V. Bóasdóttir gefur blóð í fjórða skipti.
Ólöf V. Bóasdóttir gefur blóð í fjórða skipti. mbl.is/Sigurður Bogi

„Blóðgjafar hafa svarað kalli og hér hefur verið órofin starfsemi þrátt fyrir að aðstæður séu óvenjulegar,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.

Mikilvægt hefur þótt á tímum kórónuveirunnar að nægar blóðbirgðir séu tiltækar eins og tekist hefur að tryggja. Tryggir blóðgjafar hafa mætt, til að mynda Ólöf Bóasdóttir sem var á bekknum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við og gaf blóð í fjórða sinn.

Tekist hefur að halda uppi samstarfi Landspítalans við blóðlækningadeild Landspítalans um stofnfrumumeðferðir. Jafnframt er nægt framboð á blóðflögum til stórra aðgerða og krabbameinslækninga. „Blóðgjafar hafa verið viljugir að mæta, bæði á Snorrabraut í Reykjavík og á Sjúkrahúsið á Akureyri og ýtrustu smitvarna er gætt. Ferðir Blóðbankabílsins liggja hins vegar niðri,“ segir Sveinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert