Grímuklæddur Dagur felldi tréð

Sóttvarna gætt.
Sóttvarna gætt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri felldi Osló­ar­tréð á skóg­rækt­ar­svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur í Heiðmörk í dag. Vegna aðstæðna í sam­fé­lag­inu var ekki hald­in samn­or­ræn jóla­stund eins og venj­an hef­ur verið síðastliðin ár.

Dagur klæddist viðeig­andi ör­ygg­is­búnaði og naut liðsinn­is starfs­manns Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur við verkið. 

Um er að ræða sitka­greni­tré sem verður sett upp á Aust­ur­velli og jóla­ljós­in tendruð á trénu hinn 29. nóv­em­ber.

Borgarstjórinn ánægður með Oslóartréð í Heiðmörk í dag.
Borgarstjórinn ánægður með Oslóartréð í Heiðmörk í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jóla­tréð sem Reykja­vík fær­ir Þórs­hafn­ar­bú­um var fellt í Heiðmörk á mánu­dag­inn og er nú komið í skip Eim­skipa á leið til Fær­eyja. Um er að ræða 11 metra hátt sitka­greni­tré sem verður reist á Ting­hús­völl­in­um, torgi í miðborg Þórs­hafn­ar, og tendrað verður á jóla­ljós­un­um á trénu þar laug­ar­dag­inn 28. nóv­em­ber.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka