Átta smit annan daginn í röð

Fólk á leið í sýnatöku.
Fólk á leið í sýnatöku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greindust 8 með kórónuveirusmit innanlands í gær og eru 186 nú í einangrun. Í gær voru 187 í einangrun þannig að þeim hefur fækkað um einn. Í sóttkví eru 227 og í skimunarsóttkví eru 1244. Alls eru 33 á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og af þeim eru þrír á gjörgæslu.

Af þeim sem greindust með Covid-19 í gær voru sjö í sóttkví eða 87,5% en einn var utan sóttkvíar. Rúmlega 920 sýni voru tekin innanlands í gær og 315 á landamærunum.

Í gær voru tveir sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með virkt Covid-19 smit og 32 sem hafa lokið einangrun. Af þeim hefur einn útskrifast. Af þeim sem eru á gjörgæslu eru tveir í öndunarvél en annar þeirra hefur lokið einangrun.

Eitt barn yngri en eins árs er með virkt og fjögur börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un. Sjö börn 6-12 ára eru með Covid-19. Tíu börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 40 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 30 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 26 smit. Á sex­tugs­aldri eru 39 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 13 smit. Ellefu eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, fjórir á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 147 í ein­angr­un og 180 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um er 21 smitaðir en 12 í sótt­kví. Á Suður­landi eru sex smit en 24 í sótt­kví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru tvö smit og enginn í sótt­kví. Á Norðvesturlandi er ekkert smit og þrír í sóttkví. Á Vest­fjörðum er eitt smit og þrír í sótt­kví og á Vest­ur­landi eru sjö smit og þrír í sótt­kví. Af óstaðsett­um í hús er einn í einangrun og tveir í sóttkví.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert