Breyting á grímuskyldu barna í Strætó

Beðið eftir strætó.
Beðið eftir strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar. Breytingin felur í sér tilmæli um að börn fædd 2005 eða síðar þurfa ekki að bera andlitsgrímu. Áður gilti þetta um börn fædd 2011 og síðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Breytt reglugerð tekur gildi fimmtudaginn 10. desember og nær hún til allra vagna Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Tilkynningu Stjórnarráðsins má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert