Urð og grjót leggur stíg í Öskjuhlíðinni

Nýr stígur verður til í Öskjuhlíð.
Nýr stígur verður til í Öskjuhlíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir eru í fullum gangi við stígagerð í norðvesturhlíð Öskjuhlíðar. Stígurinn mun tengjast stígakerfi umhverfis Perluna, sem fengið hefur heitið Perlufesti. Tímasetning framkvæmda við hringstíginn, hina eiginlegu perlufesti, liggur ekki fyrir.

Fimm tilboð bárust í stígagerðina. Urð og grjót ehf. bauð lægst, krónur 74.270.120. Var það 82,81% af kostnaðaráætlun, sem var 89,6 milljónir. Ákvað Reykjavíkurborg að ganga til samninga við lægstbjóðanda að vinna verkið.

Stígurinn sem um ræðir er upplýstur stígur sem liggja mun frá gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar að núverandi göngustíg norðan við Perluna. Stígurinn verður malbikaður og með snjóbræðslu. Trjágróður verður fjarlægður úr stígstæði, en grjóti og svarðlagi haldið til haga og notað á síðari stigum verksins.

Tillaga Landslags ehf. hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar en úrslitin voru tilkynnt í október 2013. Tillagan var unnin af Þráni Haukssyni landslagsarkitekt FÍLA, Sif Hjaltdal Pálsdóttur landslagsarkitekt FÍLA og Svövu Þorleifsdóttur landslagsarkitekt FÍLA. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert