Heildarlaunin í VR 660 þúsund krónur

Stemmning á baráttudegi verkalýðsins.
Stemmning á baráttudegi verkalýðsins. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Heildarlaun félagsmanna í VR í september síðastliðnum voru 660 þúsund krónur á mánuði ef miðað er við miðgildi launa og grunnlaun félagsmanna VR voru þá 653 þúsund. Meðaltal heildarlaunanna var nokkru hærra eða 720 þúsund kr.

Þessar upplýsingar koma fram í launarannsókn VR sem birt er á vef félagsins. Fram kemur að miðgildi heildarlauna félagsmanna í VR hefur hækkað um 5,1% frá seinustu launarannsókn í febrúar sl. og grunnlaunin voru 5,1% hærri í september en í febrúar.

VR er fjölmennasta stéttarfélagið á almenna vinnumarkaðinum og er launarannsóknin byggð á upplýsingum reiknivélar á vef félagsins og á skráningu ellefu þúsund félagsmanna eða tæplega þriðjungi VR-félaga.

Ef litið er á launin flokkuð eftir atvinnugreinum kemur m.a. í ljós að meðaltal grunnlauna félagsmanna í verslun og þjónustu voru 649 þúsund og miðgildi launanna var 599 þúsund, þ.e.a.s. helmingur fær hærri laun en miðgildið segir til um og helmingur lægri laun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert