Skógarmítillinn getur borið sýkla í menn

Hér sjást öll stig skógarmítils. F.v.: Egg, lirfa, gyðla (lirfa …
Hér sjást öll stig skógarmítils. F.v.: Egg, lirfa, gyðla (lirfa semtekur ófullkominni myndbreytingu), karldýr, kvendýr og blóðfullt kvendý Ljósmynd/Erling Ólafsson

Skógarmítill ber smit á milli spendýra og fugla. Hann getur borið bakteríur (Borrelia burgdorferi) og veirur sem valda heilabólgu í mönnum.

Bakterían veldur Lyme-sjúkdómi og greindust að meðaltali 6,6 tilfelli á ári hér á landi 2011-2015. Þau voru öll af erlendum uppruna, samkvæmt upplýsingum á vef Embættis landlæknis (landlaeknir.is).

Húðroði getur myndast eftir bit sem leiðir til sýkingar og dreifir hann sér í hring út frá bitsárinu. Það getur gerst á 3-30 dögum. „Fljótlega getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt,“ segir á síðu landlæknisembættisins. Sýklalyf eru gefin við sjúkdómnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert