Barnaverndarmáli var lokað

Barnaverndarnefnd sveitarfélags hefur lokað máli sem barna- og unglingageðdeild Landspítalans – BUGL tilkynnti til nefndarinnar.

Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum rætt við móður stúlku á einhverfurófi sem hefur gagnrýnt BUGL vegna þess að dóttir hennar eigi rétt á fullnægjandi þjónustu þar en fái ekki. BUGL tilkynnti móðurina til barnaverndarnefndarinnar 8. júlí sl. Hún fékk í fyrradag niðurstöðu nefndarinnar þar sem segir m.a.: „Ekki er talin ástæða til frekari afskipta af málinu á grundvelli barnaverndarlaga. Samþykkt að loka málinu.“

Móðirin sagði ljóst af bréfinu að barnaverndarnefndin hefði lagt mikla vinnu í málið, talað við skóla stúlkunnar og fleiri og tekið sjónarmið sín og annarra, þar á meðal BUGL, til greina. „Það tók á mig að lesa það sem BUGL sagði. Málið gekk út á það að við hefðum vanrækt barnið að öllu leyti. Það var kallað „almenn vanræksla“. Það þýðir að við gefum barninu ekki að borða og kaupum ekki á það föt. Það er auðvitað alveg út í hött. Þá var sagt að heimilisaðstæður væru óviðunandi. Við foreldrarnir voru líka sökuð um að hafa vanrækt skólamál, vinnumál og tómstundir,“ segir móðirin í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert