Víðir allur að koma til

Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, er sagður á batavegi eftir að hafa fengið lungnabólgu í kjölfar kórónuveirusmits. Hann er ennþá í einangrun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við mbl.is að hann hafi ekki heyrt í honum í dag en hann hafi frétt að Víðir hafi átt góðan dag í gær.

„Ég hef ekkert heyrt í honum í dag. Vonandi er þetta bara allt að koma hjá honum. Hann átti víst mjög góðan dag í gær, einn þann besta í langan tíma að mér skilst,“ segir Þórólfur.

Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn sagði í gær að óvíst væri hvenær Víðir losn­aði úr ein­angr­un og þá væri einnig óvissa um hvenær hann yrði nógu hraust­ur til að standa aft­ur í hringiðu heims­far­ald­urs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert