Talið duga að afgreiða sóttvarnamálið eftir áramót

Alþingi. Frekari umfjöllun og afgreiðsla frumvarps um breytingar á sóttvarnalögum …
Alþingi. Frekari umfjöllun og afgreiðsla frumvarps um breytingar á sóttvarnalögum færist yfir á næsta ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum er meðal þeirra þingmála sem samkomulag er um milli þingflokka á Alþingi að fresta fram yfir áramót.

Tilgangur þess er fyrst og fremst að skýra ákvæði laganna um opinberar sóttvarnaráðstafanir á grundvelli reynslunnar af faraldri kórónuveirunnar, að því ergfram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Frumvarpið er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns nefndarinnar, er staðan sú að unnið er þessa dagana að afgreiðslu stórra og þungra mála út úr nefndinni sem verður að afgreiða fyrir áramót, svokallaðra dagsetningarmála. Hins vegar var það að sögn hennar mat sérfróðra að það dygði að afgreiða þetta mál í fyrstu viku eftir áramót. Þingið kemur saman eftir jólaleyfi til þingfundar 18. janúar en þingnefndir hefja störf viku fyrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert