Reglur um dróna hertar á næsta ári

Dróni .Reglur verða hertar 2021.
Dróni .Reglur verða hertar 2021.

Nýjar reglur um flug dróna eiga að taka gildi hér á fyrri hluta næsta árs. Um er að ræða evrópska reglugerð sem tekur gildi í ríkjum Evrópusambandsins um áramótin. Nokkurn tíma mun taka að innleiða reglugerðina hér á landi, samkvæmt skriflegu svari Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu.

Helstu breytingarnar miða að því að auka öryggi og yfirsýn yfir drónastarfsemi, hvort sem er í leik eða starfi. Í stórum dráttum verður regluverkinu skipt í þrjá meginflokka: Tómstundaflug (opinn flokkur), atvinnuflug og rekstur stórra dróna. Innan hvers meginflokks verða nokkrir undirflokkar sem drónarnir falla í eftir stærð og notkun.

Ekki verða gerðar sérstakar kröfur vegna notkunar dróna sem eru undir 250 grömmum að þyngd og eru skilgreindir sem leikföng. Notendur dróna sem eru 250 grömm eða þyngri þurfa að taka námskeið og hæfnispróf á vefsíðu Samgöngustofu til að mega stjórna þeim.

Útgefið vottorð mun tilgreina í hvaða flokki þeir mega fljúga. Kröfur til flugmanna dróna munu því aukast eftir því sem dróninn verður þyngri og eins hvort honum er flogið í þéttbýli eða dreifbýli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert