Þinglok gætu tafist fram á laugardag

Alþingi Jólaannir eru í þingsal ogfundað í nefndum og í …
Alþingi Jólaannir eru í þingsal ogfundað í nefndum og í hverju horni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt útlit er fyrir að þinglok geti tafist fram á laugardag, en enn er þrefað á Alþingi um ýmis deiluefni og fjárlögin enn í vinnslu.

Enn er deilt um eitt og annað í fjárlögum og fjáraukalögum, sem er mikið til hefðbundið en tafsamt samningaþref. Það skýrist að mestu af töfum á afgreiðslu fjárlagafrumvarps út úr nefnd milli 2. og 3. umræðu, en breytingar á því kalla á ýmsa tímafreka útreikninga, afstemmingar og skjalavinnslu. Það ætti þó flest að skýrast ekki síðar en í dag, en gert er ráð fyrir að fjármálafrumvörpin verði afgreidd á föstudag. Takist ekki að ljúka því öllu á föstudagskvöld, kunna þinglok því að frestast fram á laugardag.

Þar falla ekki öll mál eftir flokkalínum eða milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Í gær var þannig t.d. fjallað um búvörulög, sígildri deilu um viðskiptafrelsi og vernd innlends landbúnaðar, en þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks eru ekki á eitt sáttir, nokkuð eftir búsetu.

Athugasemdir Miðflokksmanna við frumvarp um kynrænt sjálfræði vöktu nokkra athygli og tóku tíma, en þar er deilt um læknisfræðileg inngrip vegna óhefðbundinna kyneinkenna. Líklegt má telja að frumvarpið verði afgreitt í dag.

Enn er deilt um fæðingarorlof, sem lengist í 12 mánuði, en hvernig þeir skiptist með foreldrum er óútkljáð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert