Veiran vinnur ekki á kæstri skötu

Geir í fiskbúðinni Hafbergi með kæsta skötu.
Geir í fiskbúðinni Hafbergi með kæsta skötu. mbl.is/Árni Sæberg

„Salan fer rólega af stað en aðalsölutíminn er um næstu helgi og svo 21. og 22. desember,“ segir Geir Vilhjálmsson, eigandi fiskbúðarinnar Hafbergs. Útlit er fyrir að minna verði um hefðbundnar skötuveislur þetta árið vegna samkomutakmarkana.

„Það er óvissa. Fólk getur ekki haft stór skötuboð heima hjá sér og það eru miklar hömlur á veitingastöðum,“ segir Geir sem sjálfur hefur tekið á móti 250-300 manns á veitingastað sínum í búðinni á Þorláksmessu undanfarin ár. Að þessu sinni getur hann í mesta lagi tekið á móti 75-100 manns.

Eitt af því fáa sem kórónuveirunni hefur ekki tekist að skemma er þó skatan sjálf. Veiran hefur greinilega ekki roð við kæstri, íslenskri skötu. „Skatan er baneitruð, hnausþykk og flott,“ segir Geir sem lærði að verka skötuna af föður sínum, Vilhjálmi Hafberg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert