Sóttvarnarbrot við afhendingu bóluefnis

Bóluefnið kom til landsins í morgun.
Bóluefnið kom til landsins í morgun. Kristinn Magnússon

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að það hafi ekki verið „heppilegt“ hve margir fjölmiðlamenn voru samankomnir í hólfi sem var ætlað þeim þegar bóluefni frá Pfizer var afhent í morgun í húsakynnum Distica í Garðabæ. Hann segir ljóst að of margir hafi verið í rýminu þegar bóluefnið var afhent. 

Of margir þarna inni 

Voru sóttvarnalög brotin í rýminu sem þarna var? 

„Það voru of margir þarna inni, fjölmiðlamegin. Rýmið var ekki alveg nægilega hentugt enda ekki hugsað fyrir svona samkomur. En það var metið þannig að ekki væri stætt á að vísa blaðamönnum út. Allir voru að taka tillit til takmarkana að því leyti að þeir mættu með lágmarksmannskap. Svo voru allir með grímu,“ segir Rögnvaldur. 

Talsvert fleiri en tíu fjölmiðlamenn voru á svæðinu.
Talsvert fleiri en tíu fjölmiðlamenn voru á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt núgildandi reglugerð er 10 manna samkomubann.

Aðgerðir á höndum staðarlögreglu 

Hann bendir á að það hafi ekki verið í þeirra höndum að grípa inn í heldur sé það á herðum staðarlögreglu. Er það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í þessu tilfelli. „Hinn möguleikinn var að hafa þetta úti og það þótti ekki henta upp á hljóð og annað. Svo áttum við ekki von á svona mörgum. Það var stuttur fyrirvari á þessari skipulagningu,“ segir Rögnvaldur. „Þetta var ekki heppilegt en svona var þetta,“ segir Rögnvaldur.    

Rögnvaldur Ólafsson.
Rögnvaldur Ólafsson. Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert