1.200 tilkynningar um meint sóttvarnabrot

Lögreglan sat ekki auðum höndum árið 2020.
Lögreglan sat ekki auðum höndum árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2020 voru tæplega 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn gildandi reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun, skráðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rúmlega ein af hverjum tíu tilkynningum leiddi til þess að atvik yrði tekið til nánari rannsóknar, en tölurnar eru birtar með fyrirvara um breytingar enda skýrslan birt snemma á gamlársdag.

Í 54 tilvikum grunur um brot gegn sóttkví og einangrun en í 79 skipti lá fyrir grunur um brot gegn sóttvörnum. Í þessum málum hafa um 130 einstaklingar verið grunaðir um brot, mikill meirihluti þeirra (76%) eru karlar og meðalaldrur þeirra 38 ára. Þetta segir í brotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert