Snjóflóð féll á Siglufirði

Snjóðtroðarinn þverar veginn austan Hólsár upp á skíðasvæðið í Skarðsdal.
Snjóðtroðarinn þverar veginn austan Hólsár upp á skíðasvæðið í Skarðsdal. mbl.is/Sigurður Ægisson

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í morgun. Ekki er unnt að taka út skemmdir að svo stöddu vegna snjóflóðahættu og dimmviðris og því er ekki vitað um umfang skemmda. 

Flóðið féll á skíðaskála, áhaldageymslu og snjótroðara svo vitað sé til.

„Því sem ég best veit slokknaði á eftirlitsmyndavél um hálf níu í morgun, þannig að þetta hefur gert í morgun. Við vitum svosem ekki tjón en við vitum að skíðaskálinn er farinn og þetta er eitthvað töluvert tjón,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. 

Hann segir skíðaskálann allavega farinn af grunninum og ómögulegt og segist gefa sér að hann sé verulega skemmdur. 

Unnið er að því að fá dróna til að mynda svæðið og gefa skýrari mynd af stöðunni. 

„Það er sjálfseignarstofnun sem á þetta sem er á vegum sveitarfélagsins og annarra aðila á svæðinu. Í sjö ár hefur þessi stofnun hnoðast við það að fá ofanflóðasjóð til þess að kaupa upp eignir til þess að flytja megi skíðaskálann og söfnunarsvæði á betri stað. Það hefur engan árangur borið að fá sjóðinn með í þetta þrátt fyrir að lög séu skýr með hann eigi að taka þátt í þessu,“ segir Elías. 

Hin raunverulega ófærð

Fjallabyggð hefur verið lokuð af frá því í fyrrakvöld þar sem ófært hefur verið til og frá sveitarfélagsins. Bæði Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. 

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Tröllaskaga.

Skíðabrekkan í Skarðsdal eftir að flóðið féll í morgun.
Skíðabrekkan í Skarðsdal eftir að flóðið féll í morgun. mbl.is/Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert