Vatnslekinn einn sá mesti í einhver ár

Slökkviliðsmaður að störfum í Háskóla Íslands.
Slökkviliðsmaður að störfum í Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vatnslekinn í Háskóla Íslands er einn sá mesti sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að takast á við í einhver ár.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.

Tvær stöðvar eru á vettvangi. Verið er að dæla vatni úr byggingum skólans og færa slökkviliðsmenn dælurnar til jafnóðum. Útlit er fyrir vinnu á svæðinu einhverja klukkutíma í viðbót. Vonast er til að verkinu ljúki um hádegi.

Mikill vatnsleki varð í byggingum Háskóla Íslands eftir að vatnsæð …
Mikill vatnsleki varð í byggingum Háskóla Íslands eftir að vatnsæð fór í sundur við Suðurgötu. Kort/mbl.is
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka