Bókaforlögin fengu 400 milljónir

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bókaforlög á Íslandi fengu alls rúmar 398 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu á síðasta ári í samræmi við lög sem sett voru til að styðja við íslenska bókaútgáfu.

Lögin tóku gildi í ársbyrjun og árið 2020 var því fyrsta heila árið í starfsemi nýs sjóðs til stuðnings bókaútgáfu sem stofnaður var vegna þessa. Á síðasta ári voru afgreiddar 922 umsóknir og heildarkostnaður við þær sem taldist endurgreiðsluhæfur var 1.593 milljónir króna. Endurgreiðslan nemur fjórðungi kostnaðar, alls 398 milljónum. Hafa ber í huga að margar þessara umsókna geta tekið til ársins 2019 enda hafa útgefendur níu mánuði frá útgáfudegi til að sækja um endurgreiðslu.

Ef kostnaðarliðir í umsóknum bókaforlaga eru skoðaðir kemur í ljós að prentun er 26,8% kostnaðar, höfundarlaun 17,9%, auglýsingar 11,6% og ritstjórn og þýðingar bæði 9,1 en hönnun 9%.

Forlagið er langstærsta bókaforlag landsins og tekur til sín 116 milljónir af endurgreiðslunum í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »