21 í einangrun – nýgengi nú 1,4

Sárafá virk smit eru á Íslandi.
Sárafá virk smit eru á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, annan daginn í röð. Nú er 21 í einangrun og 13 í sóttkví. Daginn áður voru 24 í einangrun en 17 í sóttkví. Tekin voru um 500 sýni innanlands í gær. 

Eitt barn er með Covid-19 á Íslandi en það er á aldrinum 1-5 ára. Tvö smit eru í aldurshópnum 18-29 ára, sjö í aldurshópnum 30-39 ára, fjórir á fimmtugsaldri og sami fjöldi á sextugsaldri. Í aldurshópnum 60-69 ára eru þrír með Covid-19.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 13 virk smit og níu í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fjögur smit og sami fjöldi í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru tvö smit en eitt á Suðurlandi og Vesturlandi. 

Nýgengi smita miðað við 100 þúsund íbúa er nú 1,4 innanlands og 5,5 á landamærunum. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær en tekin voru 179 sýni. Nú eru 952 í skimunarsóttkví.  

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert