„Ekkert sem ég missi svefn yfir“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Þetta er óhikað gert á sama hátt og þeir gerðu í seðlabankamálinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, um umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks, um viðskipti Samherja í Namibíu og Kýpur, sem sýndur var á RÚV í gærkvöld.

Þorsteinn segir umfjöllunina áframhaldandi aðför Ríkisútvarpsins að Samherja og starfsmönnum hans. Í þættinum voru forsvarsmenn Samherja sakaðir um sviksamlegt athæfi, m.a. gagnvart samstarfsfólki sínu í Namibíu sem með þeim ráku útgerðina Arcticnam.

Höfundar skýrslu um rannsókn sem téðir samstarfsmenn hafa látið gera fullyrða að Samherjamenn hafi gerst sekir um að draga sér fjármuni með því að ofgreiða félögum Samherja eða þeim tengdum fyrir þjónustu.

„Þarna kemur ekkert fram sem ekki er hægt að hrekja. Verulegar skattgreiðslur voru greiddar til Íslands vegna skipa sem aldrei komu til Íslands,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert