Birta útreikninga um mögulegt hraunflæði

Kort/Jarðvísindastofnun HÍ

Líklegast er að hraun muni flæða um miðjan Reykjanesskagann, verði af gosi á annað borð, miðað við nýjustu útreikninga eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Reiknuð voru hraunflæðilíkön og var tekið mið af því að gjósa myndi á þeim svæðum sem allra líklegust þóttu samkvæmt útreikningum sem birtir voru fyrr í kvöld.

Þeim mun rauðari sem liturinn á kortinu er, því líklegra er að hraun fari þar um, fari svo að gos komi upp á Reykjanesi í kjölfar skjálftahrinunnar.

Athygli vekur að samkvæmt útreikningunum er sá möguleiki fyrir hendi að hraun renni að og yfir þá leið sem Reykjanesbrautin liggur um. Þá virðist hraun einnig geta runnið í suður og yfir Suðurstrandarveg.

Mestu skiptir þó ef til vill að byggðir á Reykjanesskaga slyppu við hraunflæði, yrði það samkvæmt spánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert