Gasmengun komin yfir hættumörk

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á svæðinu og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. Svæðið við gosstaðinn er því lokað og er fólk beðið um að virða þá lokun. Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er,“ segir í nýrri viðvörun frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka þaðan og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima.

Búast má við gasmengun vegna eldgossins á Reykjanesi, mest nærri upptökunum. Gasdreifing er til norðausturs frá gosstöðvum í átt að höfuðborgarsvæðinu, en ólíklegt er að gasstyrkur verði hættulegur þar samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert