Kjaradeila um aukavaktir

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is

Læknafélag Íslands hefur vísað ágreiningi við Landspítalann um viðbótarálagsgreiðslur til lækna vegna aukavakta til Félagsdóms.

„Þetta er ákvæði sem hefur verið í kjarasamningi lækna frá 2002 um að ef fyrirvari á breytingu á vakt er skemmri en 24 tímar er greidd viðbótarálagsgreiðsla fyrir þessa nýju vakt. Nú hefur Landspítalinn tekið það upp einhliða að túlka þetta þannig að það þurfi ekki að greiða það, með rökum sem við skiljum ekki,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands í  Morgunblaðinu í dag.

Reynir segir mikla óánægju vera meðal þeirra lækna sem breytingarnar hafa áhrif á. Þær komi sérstaklega illa við yngri almenna lækna sem eru mikið á staðarvöktum sem krefjast þess að læknirinn sé í húsi allan vaktartímann.

Hann segir ákvörðun Landspítalans koma flatt upp á Læknafélagið. „Það hafa aldrei verið neinar deilur um þetta, um framkvæmdina eða greiðslurnar, og Landspítalinn hefur aldrei tekið þetta upp í samráðshópi Landspítala og Læknafélagsins. Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu að þeir vildu breyta þessu,“ segir Reynir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert